Undir 20 ára kvennalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Rúmeníu í umspili um 9.-18. sæti á Evrópumótinu í Makedóníu, 79-60. Lokatölur leiksins gefa ekki alveg til kynna hver munurinn var á liðunum í dag, þar sem að Ísland var aðeins 5 stigum undir í lok þriðja leikhlutans og innan við 10 stigum undir vel inn í þann fjórða.

Elísabeth Ægisdóttir var atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum með 17 stig og 14 fráköst. Henni næst var Helena Rafnsdóttir með 16 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.

Ísland á einn leik eftir í þessu umspili um 9.-18 sæti á mótinu. Hann er kl. 14:00 á morgun gegn Úkraínu og er hann upp á 11. sæti Evrópumótsins þetta árið.

Tölfræði leiks