Nýliðar Hattar hafa samið við Obie Trotter um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Obie er 38 ára, 188 cm bandarískur leikstjórnandi með ungverskt vegabréf sem kemur til liðsins frá HLA Alicante á Spáni, en á löngum ferli hefur hann leikið í Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi, Ungverjalandi, Rússlandi, Grikklandi, Ítalíu, Póllandi, Slóvakíu, Rúmeníu og nú síðast Spáni