Nýliðar ÍR hafa samið við þær Nínu Jennýju Kristjánsdóttur, Elmu Finnlaugu Þorsteinsdóttur, Arndísi Þóru Þórisdóttur og Rebekku Rut Hjálmarsdóttur fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.

Leikmennirnir voru allir á mála hjá félaginu er það tryggði sig upp um deild á síðustu leiktíð með sigri gegn deildarmeisturum Ármanns í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar. Nýr þjálfari ÍR Ari Gunnarsson sagði við undirskrift samninga:

„Ég er mjög ánægður með undirskrift við þessa leikmenn sem munu spila lykilhlutverk með liðinu í vetur, þarna eru bæði reynslumiklir leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk undanfarin ár, auk yngri leikmanna sem ég hef trú á að geti gert enn og betur á næsta tímabili“

Samkvæmt fréttatilkynningu er meira að frétta af leikmannamálum nýliðanna á komandi dögum.