Njarðvíkingurinn Mikael Máni Möller mun halda vestur um haf fyrir komandi tímabil og leika fyrir Marshalltown Community College í bandaríska háskólaboltanum.

Mikael Máni er 20 ára, 182 cm bakvörður sem að upplagi er úr Njarðvík. Eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins var hann kominn í meistaraflokkshóp deildarmeistaranna á síðustu leiktíð.

Mikael Máni mun fara í NJCAA D1 deildina en deildin heitir National Junior College Athletic Association og var stofnuð 1938. NJCAA er yfirheitið á íþróttadeildum fylkisrekinna menntastofnanna.