Martin Hermannsson hefur framlengt samningi sínum við Valencia til næstu tveggja ára og er hann því samningsbundinn félaginu til 30. júní 2024. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Martin kom upphaflega frá Alba Berlin í Þýskalandi til Valencia árið 2020 og hefur síðan þá leikið 120 leiki fyrir félagið. Í þessum 120 leikjum hefur Martin verið einn af lykilleikmönnum liðsins, skilað 8 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.