Fjölnir hefur samið við Marko Andrijanic fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Marko er 23 ára, 198 cm framherji frá Bosníu sem síðast lék fyrir Grude í heimalandinu.Á síðasta tímabili skilaði hann 24 stigum, 7 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir liðið, sem vann sig upp um deild, en hann var valinn verðmætasti leikmaður þeirra á tímabilinu.