Álftanes hefur samið við Magnús Helga Lúðvíksson fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Magnús kemur til liðsins frá Stjörnunni, en hann var á venslasamning með Álftanesi á síðustu leiktíð. Þá spilaði hann 9 mínútur í leik og skilaði 5 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali. Þá hefur Magnús, sem er 20 ára gamall, verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.