Íslandsmeistarar Vals hafa á nýjan leik samið við Pablo Bertone fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Pablo kom til Vals fyrir síðasta tímabil frá Haukum og var lykilleikmaður í Íslandsmeistara liði þeirra. Í 33 leikjum með félaginu skilaði hann 15 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.