Njarðvík hefur samið við Lisandro Rasio um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Lisandro er 31 árs, 198 cm argentínskur framherji sem lengst af hefur leikið í heimalandinu ásamt öðrum deildum í Suður Ameríku svo sem Bólivíu, Síle, Úrúgvæ og Venesúela. Á síðustu leiktíð lék Lisandro með Montecatini Terme í ítölsku 4. deildinni þar sem hann var valinn leikmaður ársins í Tosccana riðlinum.

Þetta sumarið mun hann leika í Venesúela og er hann síðan væntanlegur til Njarðvíkur um miðjan september.