Karfan sagði fyrst miðla frá því á dögunum að staddur væri á Íslandi leikmaður stóveldis NBA deildarinnar Los Angeles Lakers, LeBron James. Vitað er að á meðan að LeBron var á landinu skoðaði hann meðal annars Laugarvatnshella og að hann gisti einhverjar nætur á býli Depla á Norðurlandi.

Hér fyrir neðan má sjá hvar hann og annar leikmaður Helgi Rafn Viggósson úr Tindastól eru saman á mynd Drangey tours úr Skagafirði, en samkvæmt heimildum Körfunnar mun LeBron hafa farið með Helga og föður hans Viggó Jónssyni út í Drangey til þess að skoða lunda, en þeir feðgar reka ferðaþjónustufyrirtækið saman.