Leikmaður Íslandsmeistara Njarðvíkur og undir 20 ára kvennaliðs Íslands Lára Ösp Ásgeirsdóttir mun halda vestur um haf til Bandaríkjana fyrir komandi tímabil.

Lára er þriðji leikmaður Njarðvíkur sem fer í háskólaboltann frá félaginu, en áður höfðu liðsfélagar hennar þær Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónsdóttir einnig tilkynnt félagaskipti sín.

Lára mun ganga til liðs við Metropolitan State University of Denver eða MSU sem staddur er í Colorado ríki og leikur í annarri deild háskólaboltans

Lára Ösp var lykilmaður í meistaraliði Njarðvíkurkvenna á síðasta tímabili og því verður skarð hennar vandfyllt. „Ég er bara spennt að prófa eitthvað nýtt við góðar aðstæður. Mér líst mjög vel á þjálfarana og stelpurnar sem ég mun æfa og spila með,” sagði Lára í snörpu samtali við UMFN.is