Karfan sagði frá því á dögunum að KR drengir fæddir árið 2007 hefðu lagt Uzice í æfingaleik í Serbíu, 51-54. Þeir eru þar staddir ásamt 2008 KR drengjum þessa dagana í æfingaferð sem skipulögð var af þjálfara félagsins Bojan Desnica, en þetta er tíunda ferðin sem hann fer með yngri flokka KR til æfinga í Serbíu.

Nú í gær léku bæði 2007 og 2008 drengir KR við lið Sremska Mitrovica sem statt er í heimabæ þjálfarans Bojan og unnu bæði liðin sína leiki. Bæði liðin í nokkuð jöfnum leik, en eldri drengirnir sigruðu 06 lið Sremska Mitrovica með minnsta mun mögulegum, 62-63. Liðin eru ekki einungis ytra til þess að leika æfingaleiki, heldur eru þeir einnig þar til að taka þátt í Red Star basketball camp í borginni Zlatibor.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af KR drengjum og liðum Sremska Mitrovica.