Fjölnir hefur samið við Kendall Scott fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Kendall er 198 cm bandarískur framherji sem kemur til liðsins beint úr háskólaboltanum þar sem hann lék með Mid American Christian, en þar skilaði hann 13 stigum og 8 fráköstum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.