Skallagrímur hefur samið við Keith Jordan fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Keith er 24 ára, 200 cm bandarískur framherji sem kemur til liðsins frá dóminíska lýðveldinu, þar sem hann leikur í sumar, en á síðustu leiktíð lék hann í írsku fyrstu deildinni. Þar skilaði hann 29 stigum og 11 fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.