Verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili í Subway deild karla Kári Jónsson hefur á nýjan leik samið við félagið.

Kári er að upplagi úr Haukum, en kom til Vals fyrir síðasta tímabil og skilaði 16 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik. Þá hefur Kári einnig verið hluti af íslenska landsliðinu í síðustu verkefnum þess.