Breiðablik hefur samið við Julio de Asis fyrir komandi átök í Subway deild karla samkvæmt heimildum Körfunnar.

Julio kom til Subway deildar liðs Vestra á síðasta tímabili og lék 11 leiki áður en samning hans var sagt upp. Í þessum 11 leikjum skilaði hann 17 stigum, 9 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Julio, sem er fæddur í Madríd á Spáni, er með spænskt og angólskt ríkisfang og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil í spænsku deildunum, þar á meðal næst efstu deild. Julio er af angólskum ættum og hefur hann spilað nokkra leiki með angólska landsliðinu.