KR hefur samið við Jordan Semple fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Jordan kemur til liðsins frá ÍR, þar sem hann lék á seinni hluta síðasta tímabils. Í 14 leikjum með ÍR skilaði Jordan 20 stigum, 10 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik, en hann var einn framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 27 framlagsstig í leik.

Jordan er nokkuð reynslumikill 30 ára framherji sem áður en hann kom til Íslands, lék sem atvinnumaður í Finnlandi, Spáni, Svíþjóð, Búlgaríu og í heimalandi sínu Frakklandi.

Mynd / KR