Undir 18 ára lið Íslands lagði Írland rétt í þessu í þriðja leik riðlakeppni sinnar á Evrópumótinu í Rúmeníu, 80-103.

Ísland hefur því unnið tvo leiki í röð, gegn Eistlandi og ÍRlandi, eftir að hafa tapað fyrsta leik mótsins gegn Danmörku.

Sigur dagsins var að miklu leyti til að þakka frábærri frammistöðu liðsins í öðrum leikhluta. Þar náði Ísland að byggja upp um 20 stiga forystu sem þeir héldu meira og minna út leikinn. Írland náði aðeins í eitt skipti að koma muninum niður í 12 stig í upphafi fjórða leikhlutans, en drengirnir spiluðu vel úr því og uppskáru að lokum mjög svo öruggan 23 stiga sigur.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Almar Orri Atlason með 21 stig og 11 fráköst. Þá bætti Daníel Ágúst Halldórsson við 20 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Ísland fræ nú tvo frídaga áður en þeir leika lokaleik sinn í riðlakeppninni á móti Úkraínu, en sá leikur skiptir gríðarlegu máli upp á hvort liðið fær að leika í átta liða úrslitum mótsins eða ekki.

Tölfræði leiks