Isabella Ósk Sigurðardóttir og South Adelaide Panthers máttu þola tap í dag fyrir West Adelaide Bearcats í áströlsku NBL1 deildinni.

South Adelaide eru eftir leikinn í 2. sæti Central hluta deildarinnar með 10 sigra og 3 töp það sem af er tímabili, en West Adelaide eru í efsta sætinu, einum sigurleik fyrir ofan þær.

Á tæpum 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Isabella 7 stigum, 11 fráköstum, 2 stolnum boltum og 4 vörðum skotum.

Næsti leikur Isabellu er á morgun laugardag 9. júlí gegn Central District Lions.

Tölfræði leiks