Ingi Þór Steinþórsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna og mun því áfram gegna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla á næsta tímabili. Þetta kemur fram á Facebook síðu félagsins í dag.

Auk aðstoðarþjálfarastarfsins mun Ingi Þór sinna þjálfun yngri flokka hjá félaginu.

Ingi Þór kom til Stjörnunnar árið 2020, en hafði áður þjálfað bæði KR og Snæfell með góðum árangri, og gert bæði félög að Íslandsmeisturum.