Keflavík hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Igor Maric fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Igor kemur til Keflavíkur frá ÍR, þar sem hann skilaði 16 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Igor er 196 cm króatískur skotbakvörður sem kom til ÍR á síðustu leiktíð frá Furnir í heimalandinu, en áður hefur hann einnig leikið með öðrum liðum í Króatíu, Slóvakíu, Slóveníu og Tékklandi.