Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið þriðja leikdags undankeppni HM 2023 eftir frammistöðu sína gegn Hollandi í gær, en hann skilaði 20 stigum, 11 fráköstum og 3 vörðum skotum.

Ekki amalegur hópur sem úrvalslið Tryggva er, en þar eru einnig Luka Doncic frá Slóveníu, Mateusz frá Póllandi, Aleksandar Vezenkov og Lauri Markkanen frá Finnlandi.

Úr úrvalsliðinu er svo netkosning á besta leikmanni leikdagsins, þar sem að hver sem er getur tekið þátt. Hlekkurinn til þess að kjósa er hér fyrir neðan.

Hægt er að kjósa Tryggva sem besta leikmann leikdagsins hér