U18 lið drengja tapaði gegn Svíþjóð eftir skemmtilegan og spennandi leik, 75-84. Þrátt fyrir tapið þá á liðið enn möguleika á að vinna mótið þegar þeir mæta sterku liði Finnlands í hreinum úrslitaleik á morgun.

Gangur leiks

Jörn byrjun breyttist fljótt þegar hraði Svíanna skilaði þeim 9 stigum í röð. Ísland barðist þó til baka og stórir þristar frá Róbert og Kristjáni minnkuðu muninn í sex stig. Lokatölur eftir fyrsta leikhluta 13-19 fyrir Svíþjóð.

Annar leikhluti byrjaði vel fyrir íslensku drengina þar sem Róbert Birmingham setti tvö þriggjastiga skot úr hægra horninu. Róbert skoraði 10 stig á 2 og hálfri mínútu og flott liðsspil sem endaði á stórum jöfnunarþrist frá Almari neyddi Svíana í leikhlé. Leikhléið gekk víst að óskum og Svíþjóð skoraði 10 stig gegn 3 á næstu mínútum. Sjö fljót stig frá Íslandi jöfnuðu leikinn á ný og Svíþjóð tók aftur leikhlé. Á lokamínútu hálfleiksins fengu Svíar tvisvar dæmda á sig óíþróttamannslega villu, auk þess að Hilmir setti stóran þrist úr horninu. Staðan í hálfleik 44-44.

Lítið féll annað en vítaskot hjá báðum liðum fyrri helming leikhlutans en aðeins 11 stig voru skoruð samtals fyrstu 5 mínúturnar. Eldsnöggur leikstjórnandi Svía, Elliot Cadeau, endaði leikhlutann á tveimur snyrtilegum sniðskotum og staðan eftir þriðja 56-61 fyrir Svíþjóð.

Sami leikstjórnandi fékk tæknivillu fyrir flopp snemma í lokaleikhlutanum en Almar Orri klikkaði á vítaskotinu. Í næstu sókn á eftir fékk Cadeau dæmda á sig sóknarvillu og greinilegt að sjálfstraust stigahæsta leikmanns Svíþjóðar var verulega farið að dvína. Ekki leið á löngu þar til enn ein óíþróttamannslega villan var dæmd á Svíþjóð en það var í næstu sókn beint á eftir. Slök sending í næstu sókn virtist ætla að rota Israel Martin þjálfara Íslands og Ágúst Goði hefndi fyrir með þriggja stiga körfu til að koma Íslandi 2 stigum yfir. Allt virtist falla hjá Svíunum og brátt komust þeir í 11 stiga forskot. Ísland tapaði leiknum 75-84.

Atkvæðamestir

Róbert Birmingham átti flottan leik þar sem hann skoraði 21 stig og var með 53% skotnýtingu, þar af 4/6 3ja stiga. Einnig átti Almar Orri Atlason fínan leik með 12 stig og þrjú varin skot.

Hvað er næst?

Á morgun mætir liðið Finnlandi í hreinum úrslitaleik mótsins kl 11:30 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiks

Myndir úr leik