Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Slóvakíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Búlgaríu, 52-75.

Ísland leikur í C-riðli og leikur gegn Noregi, Hollandi og Slóvakíu áður en leikið verður um sæti.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 17 stig og 9 fráköst. Henni næst var Heiður Karlsdóttir með 13 stig og 6 fráköst.

Næsti leikur Íslands á mótinu er komandi mánudag 1. ágúst kl. 17:30 gegn Hollandi.

Tölfræði leiks