Tindastóll hefur samið við Emese Vida fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Emese er serbnesk/ungversk og kemur til liðsins frá ítalska liðinu Milan. Hún lék þó með Snæfelli í úrvalsdeildinni veturinn 2020-21 og skilaði þar 12 stigum, 15 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.