Breiðablik hefur samið við Clayton Ladine fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Clayton er bandarískur bakvörður með franskt vegabréf en hann kemur til Blika frá Hrunamönnum, þar sem hann skilaði 24 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Samkvæmt fréttatilkynningu félagsins eiga Blikar nú lítið eftir annað en að ráða bandarískan leikmann fyrir tímabilið.