Tindastóll hefur samið við Chloe Wanink fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Chloe er 25 ára, 170 cm bandarískur bakvörður sem síðast lék fyrir University of Mary í háskólaboltanum. Ásamt því að verða leikmaður hjá liðinu mun hún koma að þjálfun yngri flokka, en hún hefur einnig bæði reynslu og menntun úr þjálfun.