Tindastóll hefur samið við bræðurna Viðar og Ragnar Ágússtyni fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Báðir eru leikmennirnir að upplagi úr Skagafirðinum, en á meðan að Viðar hefur alla tíð leikið fyrir Stólana, þá er Ragnar að koma til baka til þeirra eftir að hafa verið á mála hjá Þór Akureyri síðan 2018. Í 22 leikjum með Þór Akureyri skilaði Ragnar 9 stigum, 7 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.