Undir 16 ára drengjalið Íslands vann sinn þriðja leik í röð í dag á Norðurlandamótinu í Kisakallio gegn Eistlandi, 98-63. Liðið því orðið öruggt með að vinna allavegana bronsverðlaun á mótinu, en leikir gegn Svíþjóð á morgun og Finnlandi á sunnudag munu skera úr um hvort liðið nær að vinna fyrstu, önnur eða þriðju verðlaun á mótinu.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Borche Ilievski þjálfara liðsins eftir leik í Kisakallio.