Birkir Hrafn Eyþórsson var eftir síðasta leik á NM 2022 valinn í U16 úrvalslið mótsins af þjálfurum þeirra þjóða sem tóku þátt. Ísland vann til bronsverðlauna á mótinu á meðan að andstæðingur gærdagsins, Svíþjóð, vann Norðurlandameistaratitilinn. Í öðru sæti var andstæðingur dagsins Finnland, en Ísland í því þriðja með þrjá sigra og tvö töp á mótinu.

Birkir Hrafn bar af í liði Íslands á mótinu, skilaði 20 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leikjunum fimm.