Undir 16 ára drengjalið Íslands mátti þola tap í dag fyrir Finnlandi í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 93-83. Liðið hafnaði því í þriðja sæti mótsins með þrjá sigra og tvö töp, en Svíþjóð urðu Norðurlandameistarar og í öðru sæti var Finnland.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við liðsmenn Íslands Birgi Leó Halldórsson og Lúkas Aron Stefánsson eftir leik í Kisakallio.