Undir 20 ára karlalið Íslands leikur kl. 17:15 í dag gegn Serbíu í undanúrslitum Evrópumótsins í Georgíu.

Íslandi hefur gengið afar vel á móti þessa árs. Eftir tveggja stiga tap gegn Eistlandi í fyrsta leik riðlakeppninnar hefur liðið nú unnið fimm síðustu leiki sína í röð á mótinu.

Ísland er öruggt með fyrsta eða annað sæti mótsins þetta árið og því komnir með þátttökurétt í deild þeirra bestu á næsta ári, en efstu þrjú lið mótsins fara upp í A deildina.

Bæði lið úrslitaleiksins unnu sínar viðureignir í undanúrslitum gærdagsins nokkuð örugglega. Ísland lagði Finnland með 17 stigum, 77-94 á meðan að Serbía bar sigurorð af Eistlandi með 15 stigum, 58-73.

Hérna er heimasíða mótsins

Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði

Hérna er 12 leikmanna lokahópur undir 20 ára liðs karla

Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins sýndur í beinni vefútsendingu FIBA, en hana er hægt að nálgast hér fyrir neðan.