Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Tindastóls í Subway deild karla hefur yfirgefið félagið. Staðfestir Baldur þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag. 

Baldur Þór mun á komandi leiktíð taka við starfi hjá Ratiopharm Ulm í þýsku úrvalsdeildinni, en ásamt því að leika þar hefur félagið einnig tekið þátt í EuroCup síðasta áratuginn. 

Starf Baldurs hjá Ulm verður í þjálfarateymi aðalliðs félagsins, sem og verður hann aðalþjálfari b deildarliðs þeirra, þar sem ungir og efnilegir leikmenn fá að spreyta sig.