Fjölnir hefur samið við Arturo Rodriguez fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Arturo er 180 cm spænskur bakvörður sem kemur til liðsins frá Hetti, en þar skilaði hann 19 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Áður en Arturo kom til Hattar fyrir síðustu leiktíð hafði hann leikið frá árinu 2007 í heimalandinu Spáni með 10 mismunandi liðum.