Bakvörðurinn Arnþór Freyr Guðmundsson hefur framlengt samningi sínum við Stjörnuna fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Arnþór er að upplagi úr Fjölni, en kom til Stjörnunnar tímabilið 2015-16 frá Tindastól og er hann því að hefja sitt 8. tímabil með félaginu. Í heildina hefur hann leikið 195 leiki fyrir Stjörnuna, en á þeim tíma sem hann hefur verið með félaginu hafa þeir í þrígang unnið bikarmeistaratitilinn.