Njarðvíkingurinn Kristbjörn Albertsson lést þann 18. júlí síðastliðinn 77 ára gamall, en hann var körfuknattleiksmaður, þjálfari, dómari og stjórnarmaður. Hann dæmdi bæði í körfuknattleik og fótbolta og varð fyrsti alþjóðadómari Íslands í körfuknattleik árið 1973.

Fimm sinnum var hann valinn dómari ársins hjá KKÍ og þá varð hann formaður Körfuknattleikssambands Íslands í stuttan tíma árið 1980 eftir að Stefán Ingólfsson sagði af sér og svo aftur tímabilið 1981 til 1982.

Kristbjörn verður borinn til grafar í dag kl. 13 frá Njarðvíkurkirkju.

Þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja körfuknattleiksdeild UMFN (kt. 6501820229147-26-410) frekar en að senda blóm eða kransa.

Hér fyrir neðan má sjá færslu sonar hans Jóhannessar Alberts Kristbjörnssonar af Facebook

Mynd / VF.is