Almar Orri Atlason hefur framlengt samningi sínum við KR fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Almar sem er aðeins 17 ára gamall hefur leikið upp yngri flokka KR, fyrir utan þegar hann var á mála hjá Stella Azzurra á Ítalíu tímabilið 2019-20. Hann hóf að leika fyrir meistaraflokki KR tímabilið 2020-21, en á síðasta tímabili, 2021-22 lék hann 9 mínútur í leik og skilaði 4 stigum og 2 fráköstum að meðaltali. Þá hefur hann einnig verið lykilleikmaður í öllum yngri landsliðum Íslands og var nú fyrr í sumar kallaður inn í æfingahóp a landsliðsins.