Nýliðar Hauka hafa samið við Alexander Knudsen fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Alexander er 19 ára bakvörður sem leikið hefur upp yngri flokka og með meistaraflokki KR. Þá hefur hann einnig verið hluti af yngri landsliðum Íslands, nú síðast undir 18 ára landsliðinu á síðasta ári.