Snæfell hefur samið við Alex Rafn Guðlaugsson fyrir komandi átök í annarri deild karla.

Alex er að upplagi úr KR, en hefur leikið með Haukum og Breiðablik síðan að meistaraflokksferill hans hófst árið 2017, en á síðasta tímabili vann hann fyrstu deildina með Haukum þar sem hann skilaði 4 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í 23 leikjum fyrir félagið.