Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson mun söðla um fyrir komandi tímabil á Spáni og ganga til liðs við HLA Alicante frá Acunsa GBC í Leb Oro deildinni.

HLA Alicante er staðsett í samnefndri borg og hafa leikið í Leb Oro deildinni frá árinu 2019. Á síðustu leiktíð endaði liðið í 12. sæti deildarinnar, sæti neðar en fyrrum lið Ægis Þórs Acunsa GBC.

Ægir Þór átti nokkuð flott tímabil með Acunsa á síðasta tímabili, skilaði 10 stigum, 2 fráköstum og 4 stoðsendingum á 22 mínútum að meðaltali í leik.