Stjarnan hefur samið við Adama Darboe fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Adama er danskur bakvörður sem kemur til Stjörnunnar frá KR, en þar skilaði hann 17 stigum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Adama er gríðarlega reynslumikill atvinnumaður, sem fyrir síðasta tímabil lék um áraraðir fyrir stórlið Bakken Bears í Danmörku.