Yngvi tekur við Breiðablik

Breiðablik hefur samið við Yngva Gunnlaugsson um að þjálfa liðið næstu tvö tímabil í Subway deild kvenna.

Yngvi tekur við af Ívari Ásgrímssyni sem hefur verið með liðið síðustu ár. Yngvi er reynslumikill þjálfari sem bæði hefur áður verið með lið í efstu deildum, sem og hefur hann verið með lið í neðri deildum.

Tilkynning:

Breiðablik hefur gengið frá ráðningu Yngva Gunnlaugssonar sem yfirþjálfara mfl. kvenna hjá Breiðablik til næstu tveggja ára.
Mikil ánægja ríkir með ráðninguna hjá báðum aðilum og nú er unnið hörðum höndum við að styrkja liðið fyrir átök vetrarins svo að liðið nái að gera alvöru atlögu að úrslitakeppnissæti á næstu leiktíð.

Síðasta tímabil var mikið meiðslatímabil þar sem liðið náði fáum leikjum með fullt lið en náði að komast í bikarúrslit og sýndu einnig að þegar liðið er fullskipað þá getur það unnið öll lið í deildinni og er því bjartsýni fyrir næsta tímabil hjá félaginu.

Yngvi er reynslumikill þjálfara og hefur bæði þjálfað lið í efstu deild og í neðri deildum en auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið KKÍ og því eru Blikar að fá reynslumikinn þjálfara í sínar raðir sem mun hjálpa til í þeirri uppbyggingu sem félagið hefur verið í síðustu ár.