Fækkað hefur um lið í 1. deild kvenna á næstu leiktíð en í morgun var tilkynnt um að lið Vestra hefði dregið lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil.

Lið Vestra lauk keppni á síðustu leiktíð í neðsta sæti deildarinnar með ungt lið en ljóst er að liðið mun ekki leika áfram í deildinni. Við þetta fækka liðum í 1. deild kvenna í níu og hvert lið leikur 24 leiki í stað 27 eins og upphaflega var áætlað.
 
Á heimasíðu KKÍ kemur fram að leikjaplan deildarinnar hafi verið uppfært á kki.is með hliðsjón af þessu.