Á dögunum fór hópur drengja frá Val í fimm daga æfingabúðir hjá Davidson og fjögurra daga æfingabúðir hjá Duke í Norður Karólínu ríki Bandaríkjanna.

Duke Blue Devils eru að sjálfsögðu með eitt stærsta lið sögu bandaríska háskólaboltans sem keppir um þann stóra á nánast hverju ári, en þeir hafa í 44 skipti frá árinu 1955 tekið þátt í lokamóti NCAA deildarinnar, Marsfárinu. Davidson Wildcats leika einnig í fyrstu deild bandaríska háskólaboltans, en eru öllu minni. Hafa þó í 15 skipti tekið þátt í lokamótinu og eru nokkuð þekktir fyrir að vera skólinn sem leikmaður NBA meistara Golden State Warriors Stephen Curry gekk í. Á Íslandi einnig nokkuð þekktir fyrir að vera skólinn sem landsliðmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í á sínum tíma og annar landsliðsmaður Styrmir Snær Þrastarson er í núna.

Hér fyrir neðan má sjá færslu Vals sem segir frá ferðinni, en með henni fylgja nokkrar góða myndir af föruneyti félagsins í Norður Karólínu.