Íslensku liðunum á Norðurlandamótinu í Kisakallio gekk vel í dag gegn Dönum, en þrír af fjórum leikjum liðanna unnust. Í heildina hafa því unnist sjö af átta leikjum Íslands á mótinu til þessa, en liðin unnu öll sína leiki gegn Noregi í gær. Næst á dagskrá er Eistland, en leikar á morgun hefjast kl. 10:30 að íslenskum tíma með leik undir 16 ára drengja.

30.06 – Danmörk

U16 Stúlkna 48-64

U18 Drengja 75-71

U16 Drengja 75-61

U18 Stúlkna 85-53

Hér má sjá dagskrá NM 2022

Hér fyrir neðan má sjá umfjallanir, viðtöl og annað tengt öðrum degi Norðurlandamótsins í Kisakallio: