Eftir frábæran sigur gegn Ítalíu fyrr á árinu á Íslenska karlalandsliðið leik gegn Hollandi á föstudaginn í Ólafssal á Ásvöllum. Húsið var gjörsamlega pakkað á þeim leik og ljóst er nú, samkvæmt heimasíðu KKÍ, að það er uppselt á leikinn gegn Hollandi. Þrátt fyrir það er þó enn hægt að styðja strákana okkar með því að henda í risa landsleikspartí og horfa á leikinn á Rúv þann 1. júlí kl 20:00!

Áfram Ísland!