Unnsteinn Rúnar Kárason hefur framlengt samningi sínum við Álftanes og verður með liðinu út næstu leiktíð í fyrstu deild karla.

Unnsteinn Rúnar er uppalinn á Álftanesinu og á síðustu leiktíð skilaði hann 5 stigum að meðaltali í leik, en hann var með bestu þriggja stiga nýtingu liðsins 38%. Hér fyrir neðan má sjá nokkuð skemmtilega fréttatilkynningu Álftanes þar sem samningurinn er staðfestur, en meðal annars kemur þar fram að nýr þjálfari Álftanes, Kjartan Atli Kjartansson, var eitt sinn umsjónarkennari Unnsteins í Álftanesskóla.