Tindastóll hefur framlengt samningi sínum við hinn írska Taiwo Badmus fyrir komandi átök í Subway deild karla.

Taiwo kom til liðsins fyrir síðasta tímabil 2021-22. Hafnaði liðið í fjórða sæti deildarkeppninnar og fór alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Val. Taiwo var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Tindastóls í þessu stórkostlega gengi Tindastóls rétt fyrir og í úrslitakeppninni, en hann skilaði 19 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 36 leikjum með félaginu á tímabilinu.