Hamar/Þór hefur samið við Stefaníu Ósk Ólafsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Stefanía Ósk 21. árs framherji sem er að upplagi úr Haukum, en kemur til liðsins frá deildarmeisturum Fjölnis úr Subway deildinni. Stefanía lék 6 leiki með B liði Fjölnis í fyrstu deildinni á síðasta tímabili og skilaði í þeim 8 stigum, 10 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.