Deildarmeistarar Fjölnis hafa samið við Simone Sill fyrir komandi átök í Subway deild kvenna.

Simone er 23 ára 180 cm framherji frá Austurríki sem síðast lék fyrir Dusseldorf í Þýskalandi. Þá hefur hún einnig verið hluti af landsliði Austurríkis, nú síðast með 3 á 3 landsliðinu á Evrópumóti.